Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vestfjörðum / Hvannadalsá í Ísafjarðardjúpi
  • Hvannadalsá

    Blátær með tifandi lax í gljúfrum

Hvannadalsá í Ísafjarðardjúpi

Hvannadalsá - Veiðistaðavefurinn

Hvannadalsá ein þriggja þekktra laxveiðiáa sem eru í Ísafjarðardjúpi og hefur oft verið kölluð Perlan í Djúpinu. Hinar tvær eru Laugardalsá og Langadalsá.
Áin er í um 260 km fjarlægð frá Reykjavík sé farið yfir Bröttubrekku um Dali og Þorskafjarðarheiði. Frá Hólmavík er þetta einungis um 40 mínútna keyrsla.

Hvannadalsá er ákaflega falleg laxveiðiá sem rennur um Hvannadal og til sjávar á Langadalsströnd, tilvalin fyrir fjölskyldur og litla hópa.
Áin er blátær og auðvelt er að koma auga á tifandi laxinn í gljúfrunum.

Veiðisvæði Hvannadalsár er ægifagurt og er um 7 km langt frá Stekkjarfossi að ós en áin er mun vatnsmeiri og straumþyngri en Langadalsá.
Árnar eru oft kallaðar systurnar við djúp enda hafa þær sameiginlegan ós þar sem oft má gera góða sjóbleikjuveiði í kringum sjávarföll.

Í Hvannadalsá er veitt á 3 stangir út tímabilið sem nær frá 20. júní til 25. september.
Leyft er að veiða á flugu, maðk, og spón, en sleppiskylda er á laxi 70cm og stærri.

Notarlegt veiðihús fylgir seldum veiðileyfum. Þetta er lítið fjögurra herbergja hús með kojum. Aðgerðarhús er sér og það er rúmgott og nóg pláss fyrir veiðibúnað.

Hvannadalsá – skemmtilegar myndir:

Vinsælar flugur:

x

Check Also

Ísafjarðará

Ísafjarðará er í botni Ísafjarðar í um 295 km fjarlægð frá Reykjavík, en um 155 km fjarlægð frá Ísafjarðarbæ. Þetta er frekar stutt og köld ...