Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Vesturlandi / Hlíðarvatn í Hnappadal
  • Hlíðarvatn í Hnappadal

    Skemmtilegt og fjölskylduvænt veiðivatn

  • Hlíðarvatn í Hnappadal

    Skemmtilegt og fjölskylduvænt veiðivatn

  • Hlíðarvatn í Hnappadal

    Skemmtilegt og fjölskylduvænt veiðivatn

  • Hlíðarvatn í Hnappadal

    Skemmtilegt og fjölskylduvænt veiðivatn

Hlíðarvatn í Hnappadal

 

Hlíðarvatn og Oddastaðavatn - Veiðistaðavefurinn

  Hraunholtsá rennur úr Hlíðarvatni í Oddastaðavatn sem er strax við hliðina á Hlíðarvatni. Djúpadalsá rennur í vatnið suðaustan megin og Fossá norðaustan megin. Í vatninu er bæði urriði og bleikja,…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Aðkoma að vatninu
Umhverfi
Möguleiki á afla

Mjög gott

Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

.

Hlíðarvatn í Hnappadal er í ákaflega fallegu umhverfi norðaustan megin í Hnappadal á milli Heggstaðarmúla og Hlíðarmúla í um 110 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Borgarnesi er fjarlægðin um 47km.

Þetta er hið skemmtilegasta veiðivatn og er um 4,4 km² að flatarmáli og hefur verið mælt dýpst um 21 m þó meðaldýpið sé mun minna, eða um 4.5 m. Hæð yfir sjávarmáli er um 78 m.

Hraunholtsá rennur úr Hlíðarvatni í Oddastaðavatn sem er strax við hliðina á Hlíðarvatni.
Djúpadalsá rennur í vatnið suðaustan megin og Fossá norðaustan megin.

Í vatninu er bæði urriði og bleikja, og hefur verið talað um að 3 bleikjustofnar séu í vatninu.
Veiði getur oft á tíðum verið allgóð, og stærð fiska er allt frá litlum 500gr bleikjum upp í 3 ~ 4 punda urriða og ránbleikju.

Ekki eru takmarkaðar stangir í Híðarvatn út tímabilið sem nær frá júní og til loka ágúst, og ekki hafa verið settar hömlur á leyfilegt agn.
Ágætlega veiðist bæði á flugu og maðk. Spúnn gefur einnig ágætlega, en þó bera að geta að nokkuð getur verið um festur í kringum hraunið sem er vestan megin  í vatninu.

Hið ágætasta tjaldsvæði er við vatnið í landi Hallkelsstaðahlíðar.
Veiðiréttarhafar í Hlíðarvatni skiptist á milli þriggja jarða þar sem hægt er að vitja upplýsinga og veiðileyfa sem seld eru fyrir vægt gjald. Bæjirnir eru Hallkelsstaðahlíð með síma 435 6631, Hraunholt með síma 435 6679, og Heggstaðir með síma 435 6629.

Veiðikort í hliðarstiku fengið frá Friðriki Kristjánssyni – fos.is

Hlíðarvatn í Hnappadal – vinsælar flugur:

x

Check Also

Flóðatangi

Flóðatangi er veiðisvæðið neðst í Norðurá við vatnamót Norðurár og Hvítar. Þetta er mjög aðgengilegt og fallegt tveggja stanga svæði og veiðist þar nokkuð af ...