Hjaltadalsá og Kolka

Hjaltadalsá og Kolka er um 300 km frá Reykjavík, í norðanverðum Skagafirði, í nágrenni Hofsóss og Hóla í Hjaltadal.

Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá eru gjöfular sjóbleikjuár í fallegu og sögulegu umhverfi við Hóla í Hjaltadal. Árnar sameinast fyrir neðan þjóðveg og heitir sameiginlegt vatnsfall þeirra Kolka og ósinn Kolkuós. Árnar eru straummiklar og halda vatni mjög vel yfir veiðitímann. Skemmtilegar ár með stríðum strengjum, lygnum breiðum og djúpum hyljum. Draumur veiðimannsins.

Bleikjan er á bilinu 1,5 – 2,5 pund en að sjálfsögðu eru stærri innan um. Í ánum er góð laxavon og hafa þær gefið undanfarin sumur um 50 laxa, en mest hefur hún gefið um 100 laxa.
Silungsveiðin hefur verið jöfn eða um 300 – 400 bleikjur og slæðast alltaf með stöku sjóbirtingar.

Seldar eru 4 stangir í Hjaltadalsá og Kolku og nær tímabilið frá 20. júní til 30. september.

x

Check Also

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 ...