Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Vesturlandi / Götuvötn á Rauðamelsheiði
  • Götuvötn

    Vatnaklasi með vænum urriða

Götuvötn á Rauðamelsheiði

Götuvötn - Veiðistaðavefurinn

Götuvötn er vatnaklasi sem er á Rauðamelsheiði í Skógarstrandarhreppi í Snæfellssýslu.
Vötn þessi eru nokkuð fyrir austan veg nr 55.

Þessi vötn eru í um 210 m hæð yfir sjávarmáli og eru um 0,4 km² að flatarmáli, en Götuvatn sjálft, sem er eitt af vötnunum, er um 0,14 km² að flatarmáli.

Aðkoma að vötnunum er erfið þó heyrst hafi að jeppaslóði sé að vötnunum. Að öðrum kosti eru það tveir jafnfljótir sem koma mönnum á staðinn.

Í vötnunum er urriði sem er mjög vænn, eða allt að 6 punda fiskar, og nokkuð mikið af honum.

Ekki eru seld veiðileyfi í vötnin, en landeigendur sjálfir nýta þau til veiða. Frekari upplýsingar ætti bóndinn á Emmubergi, Guðmundur Jónsson, að geta gefið, en henn er í síma 438 1029

Upphafsmynd er tekin við Götuvötn og er í eigu Katharina Walter

Götuvötn – veðrið á svæðinu

x

Check Also

Flóðatangi

Flóðatangi er veiðisvæðið neðst í Norðurá við vatnamót Norðurár og Hvítar. Þetta er mjög aðgengilegt og fallegt tveggja stanga svæði og veiðist þar nokkuð af ...