Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi / Geitakarlsvötn & Þrístikla – Skagaheiði
  • Geitakarlsvötn & Þrístikla

    Skemmtileg veiðivötn á Skagatánni

  • Geitakarlsvötn & Þrístikla

    Skemmtileg veiðivötn á Skagatánni

  • Geitakarlsvötn & Þrístikla

    Skemmtileg veiðivötn á Skagatánni

  • Geitakarlsvötn & Þrístikla

    Skemmtileg veiðivötn á Skagatánni

  • Geitakarlsvötn & Þrístikla

    Skemmtileg veiðivötn á Skagatánni

Geitakarlsvötn & Þrístikla – Skagaheiði

Skagaheiði - Veiðistaðavefurinn

Malarvegur er frá Skagaströnd og fyrir Skaga. Hann tengir saman bæi sem allflestir eru við ströndina. Upp að veiðivötnum liggja víða jeppaslóðar. Örfáir þeirra eru vel færir, jafnvel fyrir…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Aðkoma að vatninu
Umhverfi
Möguleiki á afla

Mjög gott

Umsögn : Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

.

Geitakarlsvötn & Þrístikla eru á Skagaheiði, en Skagaheiði er stórkostlegt land sem fáir þekkja, þar er töfrandi fegurð og heillandi möguleikar til útivistar. Landslagið er tiltölulega lágt, yfirleitt undir tvö hundruð metrum. Stórar klettaborgir breiða víða úr sér og í lægðum á milli þeirra eru veiðivötnin sem vart eiga sinn líka hér á landi.

Vegalengd frá Reykjavík er um 340 km +/- eftir því í hvaða vatn skal haldið.

Malarvegur er frá Skagaströnd og fyrir Skaga. Hann tengir saman bæi sem allflestir eru við ströndina. Upp að veiðivötnum liggja víða jeppaslóðar. Örfáir þeirra eru vel færir, jafnvel fyrir fólksbíla, en um aðra þarf að aka á fjórhjóladrifsbílum og svo eru sumir ekkert annað en troðningar sem auðveldlega geta spillst í rigningartíð.
Vart þarf að geta þess að allur akstur utan vega er með lögum óheimill á Skagaheiði eins og annars staðar í landinu.

Athugið að áður en farið er til veiða þarf að kaupa veiðileyfi hjá viðkomandi bónda/veiðiréttarhafa. Einnig þegar veiðivatnið er í afréttarlöndum.

Geitakarlsvötn eru nyrðst á Skagatánni og tilheyra bænum Víkur og liggja beint upp við þjóðveginn.
Um er að ræða tvö vötn um 0,4 km2 að flatarmáli og rennur á milli þeirra í lítilli sprænu. Bæði vötnin halda fiski, bæði bleikju og vænum urriða, og getur fiskurinn orðið allvænn, en þó ert töluvert um bleikjusmælki.

Vænir urriðar úr Geitakarlsvötnum:

Einnig er um að ræða vatnið Þrístikla sem er mun ofar á heiðinni, en enginn vegur er að því vatni og eru tveir jafnfljótir eini faramátinn þangað.
Frá Þrístiklu rennur lækur niður í Geitakarlsvötnin og er þessi lækur með töluvert af fiski líka og því vert að veiða alla leið upp að vatni.
Upp að miðjutjörn er fiskurinn hinsvegar nokkuð smár, en fer stækkandi eftir því sem ofar er komið.

Mitt á leiðinni upp að Þrístiklu er lítil tjörn sem á ekkert nafn, en í þessari tjörn er talsvert mikið um sprækan urriða sem er vel haldinn. Stærðin er 1 ~ 2 pund.
Helstu veiðistaðir í þessari tjörn eru við útfallið þar sem rennur úr henni og svo þar sem rennur í hana. Baneitruð fluga hér er óþyngd Gray Ghost straumfluga. Fiskur getur legið um allt og því um að gera að veiða sig alla leiðina frá útfallinu, og upp þar sem fellur í tjörnina.

Myndir frá miðjutjörninni:

Frá tjörn og upp að Þrístiklu er einungis skotspölur og er fiskurinn sem liggur í læknum hér á milli farinn að stækka, en hann er gríðarlega var um sig og styggur. Ef veiða á lækinn þarf að læðast. Sést hafa tveggja punda + fiskar í þessum læk.

Þrístikla er um 0,4 km2 vatn, og er þónokkuð af urriða í vatninu. Einnig er sögð bleikja þar.
Góðir veiðistaðir hér eru sitt hvoru megin við útfallið, en urriðinn heldur sig í grýttum botninum. Hér er gott að reyna sig áfram með óþyngdum Gray Ghost straumflugum, en oft vill hann borða frekar af yfirborðinum, og því gott að hafa með sér þurrflugur, eða léttar púpur.

Myndir frá Þrístiklu:

Geitakarlsvötn & Þrístikla – vinsælar flugur:

x

Check Also

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 ...