Svæði sem vert er að skoða
Iceland Outfitters
  • Frostastaðavatn

    Annað tveggja bestu vatna sunnan Tungnaár

  • Frostastaðavatn

    Annað tveggja bestu vatna sunnan Tungnaár

Frostastaðavatn

Frostastaðavatn - Veiðistaðavefurinn

Frostastaðavatn er eitt af Framvötnunum svokölluðu sunnan Tungnaár í um 180 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið liggur í um 570 metrum yfir sjávarmáli, er um 2.5 km2 að flatarmáli og er því stærsta vatnið sem er í nágrenni Landmannalauga.
Umhverfi Frostastaðavatns er afskaplega fallegt og einkennist helst af hrauni sem umlykur það úr flestum áttum.

Í vatninu er gríðarlegur fjöldi af bleikju sem er fremur smá, en undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun á henni á kostnað urriðans í vatninu, sem hefur fækkað á móti. Það er hinsvegar ekki algilt að eingöngu sé smábleikja í vatninu, því inn á milli setja menn í ágætis fiska.
Helst er að setja í stóru fiskana þegar halla tekur að degi austan við bílastæðið. Hraunið í suðurendanum er einnig vinsælt og gjöfult, en til að komast þangað þarf að leggja á sig örlitla göngu sem gerir manni bara gott.

Aðkoman að vatninu er nokkuð góð, en vegurinn liggur meðfram vatninu að norðan- og austanverðu þar sem eru bílastæði fyrir veiðimenn.

Ekki eru takmarkaðar stangir í Frostastaðavatn, og hefst veiðitímabilið frá því að fært er í vötnin um miðjan júní og fram í september.
Verð veiðileyfa er stillt í hóf eða kr. 3500 dagurinn. Veiðileyfið gildir fyrir önnur spennandi vötn sunnan Tungnaár, s.s. Ljótapoll, Löðmundarvatn og Dómadalsvatn.

Veiðileyfi eru seld hjá skálaverði við Landmannahelli, og hægt er að fá gistingu eða tjaldstæði á staðnum.

Frostastaðavatn – vinsælar flugur:

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*