Eldvatnsbotnar

Eldvatnsbotnar eru í Vestur Skaftafellssýslu ca 50 km austan við Vík í Mýrdal, í um 250 km fjarlægð frá Reykjavík.

Vinsældir veiðisvæðisins í Eldvatnsbotnum hafa aukist mikið undanfarin ár enda er þar að finna bæði fallegt umhverfi og fína veiði, auk þess sem hægt er að setja í stóra fiska. Eldvatnsbotnar eru efsti hluti Eldvatnsins í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu, tveggja stanga sjóbirtingsveiðisvæði í fögru umhverfi í landi Botna.

Áin á upptök sín í svokölluðu Rafstöðvarlóni sem er sunnan við bæinn að Botnum. Hún rennur í tveimur kvíslum úr vatninu og er veiði í báðum kvíslunum, einkum þó þeirri vestari. Veiðimenn hafa aðgang að veiði í Fljótsbotni, en það er stöðuvatn sem liggur við veginn að Eldsvatnsbotnum. Í vatninu er bleikja og sjóbirtingur.

Eldvatnsbotnasvæðið er að öðru jöfnu snemmgengara en önnur sjóbirtingssvæði á Suðurlandi og er besti tíminn þar frá því um 10.-14. ágúst og út ágústmánuð.

Seldar eru 2 stangir í Eldvatnsbotna á dag og eru hollin mislöng eftir því hvenær tímabilsins er farið, eða allt frá 2 dögum og upp í viku holl.

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...