Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Dunká á Skagaströnd
  • Dunká á Skagaströnd

    Laxveiði í ægifögru útsýni yfir Breiðafjörðinn

Dunká á Skagaströnd

Dunká - Veiðistaðavefurinn

Dunká er á Skógarströnd í Dalasýslu í um 170 km fjarlægð frá Reykjavík. Hún á upptök sín í fjöllunum þarf fyrir ofan og fellur til sjávar á innanverðri Skógarströnd eftir að hafa fallið um 11 km vegalengdí gegnum hið einstaklega glæsilega umhverfi Dunkár með kjarri vöxnum hlíðum og ægifögru útsýni yfir Breiðafjörðinn.

Áin er fiskgeng um 4.5 km vegalengd, eða allt að Hestfossi, og eru merktir veiðistaðir tæplega 40, og veiðisvæðið nær einmitt 50 frá ós og allt að Hestfossi.

Dunká rennur að hluta um falleg gljúfur og getur reynt á líkamlega burði að komast að veiðistöðum þar.
Einnig ber að hafa í huga að til að komast að veiðistöðum í efri hluta árinnar er nauðsynlegt að notast við vel útbúna fjórhjóladrifsbíla.

Veitt er á 2 stangir út tímabilið sem nær frá 1. júlí til 26. september ár hvert, og heimilt er að veiða á maðk og flugu. Spónn er ekki leyfður.
Meðalveiði í Dunká frá 2000 til 2013 er um 120 laxar á ári.

Upphafsmynd: Þór Gunnarsson

Dunká – góðar flugur:

Ágætt veiðihús með svefnplássi fyrir allt að átta manns fylgir seldum veiðileyfum. Í húsinu eru öll helstu þægindi og áhöld fyrir veiðimenn, sem og grill og fristikista. Veiðihúsið er staðsett í landi Dunks sem er austan megin við ánna.

x

Check Also

Skuggi – Hvítá

Hvítá í Borgarfirði er 117 km löng jökulá sem aðskilur Borgarfjarðarsýslu frá Mýrasýslu. Uppspretta Hvítár er við Eiríksjökul, hún rennur út í hafið nálægt Borgarnesi. ...