Heim / Silungsveiði / Silungur á Suðvesturlandi

Silungur á Suðvesturlandi

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir sjávarmáli og mælist um 84 km2 að flatarmáli.  Mesta dýpi er um 114 m.  Þingvallavatnið er eitt vinsælasta veiðivatn á landinu og á sér stóran hóp af fastagestum. Náttúrufegurð og saga gerir Þingvallavatn  einstakt meðal ...

Lesa meira »

Laxá í Kjós – sjóbirtingur

Laxá í Kjós er laxveiðiá sem á upptök í Stíflisdalsvatni í Þingvallasveit. Í ánni er fossinn Þórufoss og gengur lax upp að þeim fossi. Lengd Laxár er 25 km. Hún er í um 30 km. fjarlægð frá Reykjavík inn af Hvalfirði. Fyrsta laxaklak á Íslandi var reynt í Laxá árið 1884. Frumkvæði að þeirri tilraun átti Þorkell Bjarnason prestur á ...

Lesa meira »

Elliðaár – vorveiði

Elliðaár eru ár sem renna frá Elliðavatni skammt frá Reykjavík, um Elliðaárdal og út í Faxaflóa. Árnar kvíslast og því heita þær Elliðaár en ekki Elliðaá. Elliðaárnar eru lindár sem koma úr lindum við Elliðavatn, í Heiðmörk og á Mosfellsheiði. Meðalrennsli ánna er um 5 m3/s. Árnar og vatnið eru kenndar við skip Ketilbjörns gamla landnámsmanns sem getið er í ...

Lesa meira »

Voli – veiði nærri Selfossi

Voli er í nágrenni Selfoss og tekur einungis um 10 mín að keyra í Vola frá Selfossi til austurs. Svæðið er mjög stórt, eða með Bitrulæk um 12-14 km, en veiðisvæðið nær frá brú við Þingborg að gömlu brúnni við Bár, auk Bitrulækjar. Í Vola er staðbundinn urriði, staðbundin bleikja, sjóbirtingur, sjóbleikja, lax og jafnvel stöku áll. Má segja að ...

Lesa meira »

Mjóavatn í Þingvallahreppi

Mjóavatn er lítið 0,75 km² vatn í Þingvallahreppi, Árnessýslu við hliðina á Stíflidalsvatni, en lækur rennur úr Mjóavatni í Stíflidalsvatn. Það hefur verið mælt dýpst um 2.5 m, og liggur það í um 208 m. yfir sjávarmáli. Eingöngu er urriði í vatninu.

Lesa meira »

Silungatjörn

Silungatjörn og Selvatn eru nálægt höfuðborgarsvæðinu í nágrenni við Hafravatn. Til að komast að vatninu er ekinn Hafravatnsvegur, eða Geithálsvegur í áttina að Nesjavallavegi. Þaðan er beygt til austurs við afleggjara við hestamiðstöðina. Selvatn liggur þar eftir vegi hjá sumarbústaðabyggð. Silungatjörn er er svo staðsett fyrir ofan miðdal, og gilda veiðileyfi í Selvatn einnig þar. Seldar eru 10 stangir á ...

Lesa meira »

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn er lítið vatn í eigu Hafnarfjarðarbæjar, en öllum er frjálst að veiða í vatninu, en þó fyrst og fremst er það ætlað börnum, unglingum, öldruðum, og öryrkjum. Nokkuð vænir fiskar eru í vatninu, bæði urriði og bleikja og hafa 2 ~ 3 p fiskar mikið fallið fyrir agni veiðimanna. Heimilt er að veiða með flugu, maðk og spún, og ...

Lesa meira »

Urriðakotsvatn

Urriðakotsvatn er lítið vatn fyrir ofan Setbergshverfið í Hafnarfirði en það tilheyrir samt Garðabæ. Þetta er frekar lítið og grunnt vatn, með töluverðum botngróðri, sérstaklega þegar líður á sumarið. Þónokkuð er af urriða í vatninu.

Lesa meira »

Sandvatn í Þingvallasveit

Sandvatn er stöðuvatn norður af Þingvallasveit, skammt vestan Leggjabrjóts og er við hliðina á Myrkavatni. Öxará rennur úr Myrkavatni. Ekki er vitað um veiði í Sandvatni, né hver getur gefið veiðileyfi, en vatnið ku tilheyra Þingvallakirkju, eða jafnvel Kjós. Vatnið er mjög veiðilegt og líklegt að þar sé hægt að næla sér í silung. Upphafsmynd: Arnbjörn Jóhannesson  

Lesa meira »

Myrkavatn

Myrkavatn er stöðuvatn norður af Þingvallasveit, skammt vestan Leggjabrjóts. Öxará rennur úr Myrkavatni. Ekki er vitað um veiði í Myrkavatni, né hver getur gefið veiðileyfi, en vatnið ku tilheyra Þingvallakirkju. Reynt hefur að leggja net í Myrkavatn í gegnum ís, en án árangurs. Upphafsmynd: Arnbjörn Jóhannesson  

Lesa meira »

Stíflisdalsvatn

Stíflisdalsvatn er í Þingvallahreppi, Árnessýslu við hliðina á Mjóavatni, en úr því rennur Laxá í Kjós til sjávar. Stærð vatnsins er um 1,65 km²., mesta mælda dýpi er um 30 m., og er í um 178 m. yfir sjávarmáli. Einungis urriði er í vatninu og er hann frekar smár.

Lesa meira »

Geldingatjörn

Geldingatjörn er lítið 0.6km² vatn í Mosfellsdal í um 25km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er í um 220 m. yfir sjávarmáli. Vatnið var fisklaust þar til 1950, en þá tóku landareigendur sig til og byggðu stíflu, sem gerði það að verkum að lífskilyrði urðu með besta móti. Árið 1995 brast stíflan og mest allur fiskur dó í vatninu. Árið 2000 ...

Lesa meira »

Hvalvatn í Strandarhreppi

Hvalvatn í Strandarhreppi er mjög djúpt stöðuvatn, og í raun annað dýpsta vatn Íslands, 4, 1 km² að flatarmáli. 180 m djúpt þar sem dýpst er, og liggur í 378 m yfir sjávarmáli. Vatnið er í Strandahreppi í Borgarfjarðarsýslu og er í stórbrotnu og fallegu umhverfi, en þarna eru Botnssúlur til suðurs, og Hvalfell til vesturs. Hægt er að komast ...

Lesa meira »

Hvammsvík

Hvammsvík er lítið vatn sem búið er að loka fyrir samgang til sjávar, við sunnanverðan Hvalfjörð, skammt frá bænum Hvammi. Í það var sleppt fiski til veiða, mest regnbogasilungi en einnig öðrum tegundum. Meðalþungi fiska var nálægt 3 pund. Ekki er vitað til að Hvammsvík sé lengur í rekstri með veiði, en Hvammsvík er nú í eigu Orkuveitu Reykjavíkur þar ...

Lesa meira »

Leirvogsvatn

Leirvogsvatn er 1,2 km² vatn í Mosfellshreppi, í um 30 km fjarlægð frá Reykjavík og liggur Þingvallavegur við hliðina á vatninu. Það hefur dýpst verið mælt 16m og það liggur í 211m yfir sjávarmáli. Laxveiðiáin Leirvogsá rennur úr Leirvogsvatni til sjávar. Það er mikill fiskur í vatninu, bæði bleikja og urriði, en hann er fremur smár. Vinsælar flugur:

Lesa meira »

Selvatn, Miðdalsheiði

Selvatn er á Miðdalsheiði, í um 20km fjarlægð frá Reykjavík, og liggur í smá kvos sem veitir skjól fyrir veðri og vindum af Mosfellsheiðinni. Þetta vatn er 0.38 km² að stærð og hefur mælst dýpst um 40 m, en það liggur í 131 m yfir sjávarmáli. Gudduós nefnist ósinn þar sem lítil á rennur úr vatninu, en þessi á sameinast ...

Lesa meira »

Hafravatn

Hafravatn er 1,02 km² stöðuvatn í 76 m hæð yfir sjó innan marka Mosfellsbæjar, um 14 km frá Reykjavík, skammt sunnan Reykja og austan megin við Úlfarsfell. Mesta dýpi þess er 28 m. Seljadalsá rennur í það að austan en Úlfarsfellsá úr því til vesturs. Við vatnið eru rústir gamallar fjárréttar, sem voru notaðar fram á 8. áratuginn, og fjöldi ...

Lesa meira »

Reynisvatn

Reynisvatn er eitt fjölmargra smávatna innan borgarmarka Reykjavíkur og er staðsett í Grafarholti. Regnbogasilungi, urriða, bleikju og laxi hefur verið sleppt í vatnið og veiðileyfi seld á staðnum. Reynisvatn, eins og aðrar sleppitjarnir, er vinsælt hjá barnafólki, og öðrum sem eru að feta sín fyrstu skref í veiðinni, enda bókað mál að nóg er af fiski á staðnum og allur ...

Lesa meira »

Seltjörn, Reykjanesi

Seltjörn er allstór tjörn í sigdæld sunnan í Kvíguvogastapa, rétt við vegamót Keflavíkur- og Grindavíkurvega. Þar var vænum silungi sleppt. Á veturna er stunduð dorgveiði gegnum ís á vatninu. Löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn. Fiskur þykir góður á þessum slóðum og veiði oft mikil. Búið er að sleppa rígvænum urriða af Ísaldarstofni (sá hinn sami og í Veiðivötnum og ...

Lesa meira »