Heim / Silungsveiði (page 4)

Silungsveiði

Hellishólavatn

Hellishólavatn er sleppitjörn við Hellishóla. Hellishólar eru í um 10 km fjarlægð frá Hvolsvelli og einungis um rúmlega klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þegar komið er á Hvolsvöll er skilti í enda bæjarins á vinstri hönd sem vísar inní Fljótshlíð. Keyrt er inní Fljótshlíðina í um 10 mínútur þar til komið er að skilti á hægri hönd, merkt Hellishólar. Hægt er ...

Lesa meira »

Stíflisdalsvatn

Stíflisdalsvatn er í Þingvallahreppi, Árnessýslu við hliðina á Mjóavatni, en úr því rennur Laxá í Kjós til sjávar. Stærð vatnsins er um 1,65 km²., mesta mælda dýpi er um 30 m., og er í um 178 m. yfir sjávarmáli. Einungis urriði er í vatninu og er hann frekar smár.

Lesa meira »

Geldingatjörn

Geldingatjörn er lítið 0.6km² vatn í Mosfellsdal í um 25km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er í um 220 m. yfir sjávarmáli. Vatnið var fisklaust þar til 1950, en þá tóku landareigendur sig til og byggðu stíflu, sem gerði það að verkum að lífskilyrði urðu með besta móti. Árið 1995 brast stíflan og mest allur fiskur dó í vatninu. Árið 2000 ...

Lesa meira »

Hvalvatn í Strandarhreppi

Hvalvatn í Strandarhreppi er mjög djúpt stöðuvatn, og í raun annað dýpsta vatn Íslands, 4, 1 km² að flatarmáli. 180 m djúpt þar sem dýpst er, og liggur í 378 m yfir sjávarmáli. Vatnið er í Strandahreppi í Borgarfjarðarsýslu og er í stórbrotnu og fallegu umhverfi, en þarna eru Botnssúlur til suðurs, og Hvalfell til vesturs. Hægt er að komast ...

Lesa meira »

Hvammsvík

Hvammsvík er lítið vatn sem búið er að loka fyrir samgang til sjávar, við sunnanverðan Hvalfjörð, skammt frá bænum Hvammi. Í það var sleppt fiski til veiða, mest regnbogasilungi en einnig öðrum tegundum. Meðalþungi fiska var nálægt 3 pund. Ekki er vitað til að Hvammsvík sé lengur í rekstri með veiði, en Hvammsvík er nú í eigu Orkuveitu Reykjavíkur þar ...

Lesa meira »

Leirvogsvatn

Leirvogsvatn er 1,2 km² vatn í Mosfellshreppi, í um 30 km fjarlægð frá Reykjavík og liggur Þingvallavegur við hliðina á vatninu. Það hefur dýpst verið mælt 16m og það liggur í 211m yfir sjávarmáli. Laxveiðiáin Leirvogsá rennur úr Leirvogsvatni til sjávar. Það er mikill fiskur í vatninu, bæði bleikja og urriði, en hann er fremur smár. Vinsælar flugur:

Lesa meira »

Selvatn, Miðdalsheiði

Selvatn er á Miðdalsheiði, í um 20km fjarlægð frá Reykjavík, og liggur í smá kvos sem veitir skjól fyrir veðri og vindum af Mosfellsheiðinni. Þetta vatn er 0.38 km² að stærð og hefur mælst dýpst um 40 m, en það liggur í 131 m yfir sjávarmáli. Gudduós nefnist ósinn þar sem lítil á rennur úr vatninu, en þessi á sameinast ...

Lesa meira »

Hafravatn

Hafravatn er 1,02 km² stöðuvatn í 76 m hæð yfir sjó innan marka Mosfellsbæjar, um 14 km frá Reykjavík, skammt sunnan Reykja og austan megin við Úlfarsfell. Mesta dýpi þess er 28 m. Seljadalsá rennur í það að austan en Úlfarsfellsá úr því til vesturs. Við vatnið eru rústir gamallar fjárréttar, sem voru notaðar fram á 8. áratuginn, og fjöldi ...

Lesa meira »

Reynisvatn

Reynisvatn er eitt fjölmargra smávatna innan borgarmarka Reykjavíkur og er staðsett í Grafarholti. Regnbogasilungi, urriða, bleikju og laxi hefur verið sleppt í vatnið og veiðileyfi seld á staðnum. Reynisvatn, eins og aðrar sleppitjarnir, er vinsælt hjá barnafólki, og öðrum sem eru að feta sín fyrstu skref í veiðinni, enda bókað mál að nóg er af fiski á staðnum og allur ...

Lesa meira »

Seltjörn, Reykjanesi

Seltjörn er allstór tjörn í sigdæld sunnan í Kvíguvogastapa, rétt við vegamót Keflavíkur- og Grindavíkurvega. Þar var vænum silungi sleppt. Á veturna er stunduð dorgveiði gegnum ís á vatninu. Löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn. Fiskur þykir góður á þessum slóðum og veiði oft mikil. Búið er að sleppa rígvænum urriða af Ísaldarstofni (sá hinn sami og í Veiðivötnum og ...

Lesa meira »

Víkurflóð við Kirkjubæjarklaustur

Víkurflóð er í rétt sunnan við Kirkjubæjarklaustur við þjóðveg 204, í um 260 km fjarlægð frá Reykjavík, og 4km suður af Kirkjubæjarklaustri.Vatnið er um 12 ha. að stærð og um þriggja metra djúpt. Í vatninu er bæði sjóbirtingar og bleikjur sem ganga upp Skaftá og þaðan um læk inn í Víkurflóð. Auk þess er staðbundin bleikja og urriði í vatninu.Stærð ...

Lesa meira »

Vífilsstaðavatn í Garðabæ

Vífilsstaðavatn er í Garðabæ, austan við Vífilsstaði, er í 38 m. hæð yfir sjávarmáli og mælist um 0,27 km2 að flatarmáli.  Þetta litla vatn er mjög vinsælt meðal veiðimanna og þykir mörgum ómissandi að fara þangað á vorin til að fá fyrstu tökur ársins, en einnig til að fara yfir veiðibúnaðinn fyrir sumarið. Þess má einnig geta, að Vífilsstaðavatn er ...

Lesa meira »

Meðalfellsvatn í Kjós

Síðan er beygt til hægri og ekið frá Hvalfirði um veg nr. 461 sem liggur að vatninu. Vatnið er um 2 km2 að stærð og um 18 m. djúpt þar sem það er dýpst og stendur það um í 46 metra hæð yfir sjávarmáli. Í vatnið renna Sandsá og Flekkudalsá en úr því fellur Bugða sem rennur í Laxá í ...

Lesa meira »

Kleifarvatn á Reykjanesi

Kleifarvatn er á Reykjanesskaga, staðsett á milli Sveifluhálsar og Vatnshlíðar, í um 34 km fjarlægð frá Reykjavík. Auðvelt aðgengi er að vatninu, aka þarf Krísuvíkurleið og liggur vatnið meðfram þjóðveginum.   Kleifarvatn er eitt af stærstu vötnum landsins, um 8 km2. að stærð og 136 m. yfir sjávarmáli.  Mesta dýpi í vatninu er um 90 m. á móts við Syðri ...

Lesa meira »

Gíslholtsvatn í Holtum

Gíslholtsvatn er í Holtahreppi í Rangárþingi í um 85 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 1,6 km2 að flatarmáli, í 65m hæð yfir sjávarmáli og mesta dýpt er um 8 m. en meðaldýpt um 2,5 m. Til að komast að vatninu er beygt inn á heiðarveg nr. 284 frá þjóðvegi nr. 1 rétt austan við Þjórsá. Tvö vötn eru ...

Lesa meira »

Þórisstaðavatn í Svínadal

Þórisstaðavatn

Þórisstaðavatn er  við Þórisstaði í Svínadal. Á Þórisstöðum í Svínadal í Hvalfjarðarsveit er boðið upp á veiði í þremur stöðuvötnum, en þau eru Geitabergsvatn, Þórisstaðavatn og Eyrarvatn. Þau eru öll hluti af vatnasvæði Laxár í Leirársveit. Lax gengur í Þórisstaðavatn og silungur er þar staðbundinn, bæði bleikja og urriði.  Þórisstaðavatn er þeirra stærst, 1,37 km2 að stærð og liggur 71 ...

Lesa meira »

Eyrarvatn í Svínadal

Eyrarvatn er við Þórisstaði í Svínadal. Á Þórisstöðum í Svínadal í Hvalfjarðarsveit er boðið upp á veiði í þremur stöðuvötnum, en þau eru Geitabergsvatn, Þórisstaðavatn og Eyrarvatn. Þau eru öll hluti af vatnasvæði Laxár í Leirársveit. Lax gengur í vötnin og silungur er þar staðbundinn, bæði bleikja og urriði.  Þórisstaðavatn er þeirra stærst, 1,37 km2 að stærð og liggur 71 ...

Lesa meira »

Svínavatn í Húnavatnssýslu

Svínavatn er í Húnavatnshreppi í A- Húnavatnssýslu í nágrenni við Blönduós. Það er um 12km2 að stærð, í 130 m. hæð yfir sjávarmáli og mesta dýpi þess er 30 metrar. Frá Reykjavík eru um 240 km í vatnið en farið er út af þjóðvegi nr. 1 við þjóðveg 724 og þaðan eru um 9 km. að vatninu. Veiðisvæðið er fyrir ...

Lesa meira »

Vestmannsvatn í Suður-Þingeyjarsýslu

Vestmannsvatn er á mörkum Reykjadals og Aðaldals í Suður-Þingeyjarsýslu, er um 2.4 km2 að flatarmáli og um þriggja metra djúpt að meðaltali. Mesta dýpi er um 10 m. Vestmannsvatn er í um 455 km fjarlægð frá Reykjavík og er staðsett um 26 km suður af Húsavík. Vestmannsvatn liggur við þjóðveg nr. 845. Í vatninu er aðallega bleikja og urriði sem ...

Lesa meira »

Sléttuhlíðarvatn í landi Hrauns

Sléttuhlíðarvatn er við þjóðveg 76, rétt norðan við Hofsós og er jafnframt um hálftíma akstur frá Siglufirði. Sléttuhlíðarvatn er í um 360 km fjarlægð frá Reykjavík, 21 km frá Hofsósi og 50 km frá Sauðárkróki. Sléttuhlíðarvatn er 0,76 km2 að stærð og í 14 m. hæð yfir sjávarmáli. Í vatninu eru bæði sjógengnir og staðbundnir fiskar og veiðist sjóbleikja og ...

Lesa meira »