Heim / Silungsveiði (page 2)

Silungsveiði

Villingaholtsvatn

villingaholtsvatn.jpg

Villingaholtsvatn er í um 80 km fjarlægð frá Reykjavík, í Villingaholtshreppi. Villingaholtshreppur er í Árnessýslu. Að flatarmáli er Villingaholtsvatn einungis um 0,8 km² að stærð, og er það fremur grunnt, eða einungis um 2 m þar sem það hefur verið mælt dýpst. Það er töluvert af fiski í vatninu, bæði bleikja og urriði sem eru yfirleitt um 2 pund að ...

Lesa meira »

Álftavatn – Sogið

Álftavatn er í Soginu, en Sogið er 19 kílómetra löng lindá sem fellur úr Þingvallavatni. Það er vatnsmesta lindá landsins með meðalrennsli upp á 110 m³/s. Mikil lax- og silungagengd er í ánni, en hún minnkaði þó til muna þegar Ljósafossstöð, fyrsta af þremur virkjunum árinnar, var byggð. Hinar virkjanirnar eru Steingrímsstöð og Írafossstöð. Sogið mætir Hvítá og myndar Ölfusá ...

Lesa meira »

Apavatn í Árnessýslu

Apavatn er staðsett nálægt Laugarvatni í Árnessýslu um 80 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 14 km² að stærð og liggur í um 59 m yfir sjávarmáli. Þetta er frekar grunnt vatn, eða með meðaldýpt upp á 1.5 m, dýpst hefur það verið mælt um 2.5 m. Gengt er á milli Apavatns og Laugarvatns í gegnum Hólaá, nokkuð stóra ...

Lesa meira »

Laugarvatn

Laugarvatn er stöðuvatn í Laugardal í Bláskógabyggð í um 75 km fjarlægð frá Reykjavík. Við vatnið stendur samnefnt þorp. Vatnið er grunnt með leirkenndan botn. Fara þarf varlega þegar vaðið er úti í vatnið. Mesta dýpi er um 2 metrar. Möguleiki er að lenda í góðri bleikjuveiði. Gott aðgengi er á flesta veiðistaði. Gott er að veiða þar sem heita ...

Lesa meira »

Laxá og Brúará í Fljótshverfi

Laxá er staðsett í Fljótshverfi í Skaftárhreppi, í um 300 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 27 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri. Brúará er svo staðsett í margbreytilegu umhverfi í Hörglandshreppi, og liggur til jarðanna Kálfafellskots og Maríubakka. Þessar tvær ár renna svo báðar í Djúpá. Laxá og Brúará er mjög gott sjóbirtingssvæði í fallegu umhverfi með marga og fjölbreytta veiðistaði. ...

Lesa meira »

Herríðarhólsvatn

Herríðarhólsvatn er í Holtahreppi í Rangárþingi í um 85 km fjarlægð frá Reykjavík, og stendur við hliðina á Eystra Gíslholtsvatni. Herríðarhólsvatn er oft kallað Vestra Gíslholtsvatn. Þetta vatn er um 1.3 km2 að stærð og er í um 58 metrum yfir sjávarmáli. Herrulækur fellur úr vatninu í Þjórsá og er oft hægt að hitta á ágætis veiði þar sem skilin ...

Lesa meira »

Hvítárvatn

Hvítárvatn er stöðuvatn í Árnesþingi undir Langjökli , 45 km frá Gullfossi, en þar á Hvítá upptök sín sem vatnið tekur nafn sitt af. Í Hvítárvatn skríður Norðurjökull Langjökuls sem gerir það að verkum að vatnið er mjög jökullitað. Hvítárvatn er 30 km² og mesta dýpt þess er 84 metrar. Vatnið er ekki mjög veiðilegt vegna jökullitar, og vegna ísjaka ...

Lesa meira »

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 metra hæð yfir sjávarmáli. Það hefur verið mælt dýpst um 28 metrar. Vatnið er í afar fögru umhverfi og yfir austurhluta þess gnæfir Borgarvirki sem er blágrýtisstapi, 177 metra hár. Þar eru rústir af fornu ...

Lesa meira »

Hæðargarðsvatn

Hæðargarðsvatn er lítið og fallegt vatn rétt við Kirkjubæjarklaustur og liggur vegurinn niður á Meðalland/Landbrot við hliðina á því. Vatnið er um 0.16km2 að stærð og ekki er sjánlegt rennsi í vatnið né úr. Vatnið endurnýjast hinsvegar með neðanjarðarlækjum sem eru í hrauninu um kring um vatnð. Það er mikill fiskur í þessu vatni og er töluvert af rígvænum urriðum ...

Lesa meira »

Hrolleifsdalsá

Hrolleifsdalsá er í Hrolleifsdal sem liggur til suðausturs inn í Tröllaskagafjallgarðinn upp frá Sléttuhlíð við austanverðan Skagafjörð. Dalurinn er sagður kenndur við Hrolleif landnámsmann. Áin fellur í Skagafjörð austanverðan í um 18 km fjarlægð frá Hofsóss, og rétt fyrir sunnan kirkjustaðinn Fell í Sléttuhlíð. Þessi á er afar skemmtileg með sjóbleikju, urriða og laxavon. Þarna er veitt með 3 stöngum ...

Lesa meira »

Geirlandsá

Geirlandsá á Síðu er bergvatnsá sem er staðsett í V-Skaftafellssýslu í um 275 km fjarlægð frá Reykjavík, og einungis í um 3 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri. Geirlandsá á upptök sín uppi á vesturhálendi Kaldbaks í Geirlandsbotnum sem liggur í um 600 metrum yfir sjávarmáli, og er lengd hennar um 22 km. Áin er fiskgeng upp að Hagafossi sem er um ...

Lesa meira »

Systravatn

Á fjallsbrúninni fyrir ofan Kirkjubæjarklaustur er vatnið Systravatn, í um 270 km. fjarlægð frá Reykjavík. Á árum áður notuðu nunnurnar á Kirkjubæjarklaustri þetta vatn til að baða sig í, og kemur nafnið þaðan. Ekki er vitað um mikla veiði í þessu vatni, en þó er sagt að í því sé einhver fiskur. Veiðileyfi þangað eru ekki auglýst, en helst er ...

Lesa meira »

Fossálar, Skaftárhreppi

Fossálar eru í Skaftárhreppi í V-Skaftafellssýslu í um 290 km fjarlægð frá Reykjavík og 15 km austan Kirkjubæjarklausturs. Fossálar er nokkuð vatnsmikil á sem á upptök sín sunnan undir Miklafelli á Austur-Síðuafrétti í um 600 metrum yfir sjávarmáli og fellur til Skaftár austast á Síðunni. Veiðisvæðið nær frá landamærum gegnt Orrustuhól, rétt ofan gömlu þjóðvegarbrúarinnar og til merkja á Brunasandi ...

Lesa meira »

Flóðatangi

Flóðatangi er veiðisvæðið neðst í Norðurá við vatnamót Norðurár og Hvítar. Þetta er mjög aðgengilegt og fallegt tveggja stanga svæði og veiðist þar nokkuð af staðbundnum silungi, bæði urriða og bleikju, en einnig sjóbirting. Flóðatangi er með um 11 merkta staði og eru þeir nokkrir fornfrægir, s.s. veiðistaðurinn Kastalahylur. Ár hvert kemur einnig stöku lax á land, enda fer allur ...

Lesa meira »

Seleyri við Borgarfjarðarbrú

Seleyri er við Borgarfjarðarbrú og telst því til strandveiða, en fjarlægðin er um 73 km frá Reykjavík. Þarna er töluvert af sjóbirtingi og sjóbleikju, og einnig lax sem oft kraumar af þarna þegar hann er á hraðferð fram hjá áleiðis upp vatnakerfið. Varðandi leyfi til veiða á Seleyri skal ræða við landeigendur, en þetta svæði tilheyrir Höfnum og Borgarbyggð, og ...

Lesa meira »

Laxá í Kjós – sjóbirtingur

Laxá í Kjós er laxveiðiá sem á upptök í Stíflisdalsvatni í Þingvallasveit. Í ánni er fossinn Þórufoss og gengur lax upp að þeim fossi. Lengd Laxár er 25 km. Hún er í um 30 km. fjarlægð frá Reykjavík inn af Hvalfirði. Fyrsta laxaklak á Íslandi var reynt í Laxá árið 1884. Frumkvæði að þeirri tilraun átti Þorkell Bjarnason prestur á ...

Lesa meira »

Varmá – Þorleifslækur

Varmá er í Hveragerði, um hálftíma akstur frá Reykjavík, rennur um Hveragerði og eftir að hún hefur sameinast Sandá nefnist hún Þorleifslækur sem rennur í Ölfusá, um 6 km frá sjó. Vatnasvæði Varmár er um margt sérstakt en þar má finna allar tegundir íslenskra ferskvatnsfiska en sjóbirtingurinn er þó alls ráðandi á svæðinu. Sumarið 2015 var frábært veiðisumar í Varmá. ...

Lesa meira »

Eldvatnsbotnar

Eldvatnsbotnar eru í Vestur Skaftafellssýslu ca 50 km austan við Vík í Mýrdal, í um 250 km fjarlægð frá Reykjavík. Vinsældir veiðisvæðisins í Eldvatnsbotnum hafa aukist mikið undanfarin ár enda er þar að finna bæði fallegt umhverfi og fína veiði, auk þess sem hægt er að setja í stóra fiska. Eldvatnsbotnar eru efsti hluti Eldvatnsins í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu, tveggja ...

Lesa meira »

Gufudalsá

Gufudalsá er í Gufudal í um 250 km. fjarlægð frá Reykjavík, og er heildarlengd veiðisvæðisins um 8 km., eða allt frá ósi og að efri fossum ofan Gufudalsvatns og Gufudalsvatn allt. Gufudalsá er gjöful bleikjuveiðiá tilvalin fyrir alla fjölskylduna. Þarna hafa ungir veiðimenn oft á tíðum stigið sín fyrstu skref í veiðimennsku. Sjógengin bleikja veiðist bæði í ánni og vatninu, ...

Lesa meira »

Elliðaár – vorveiði

Elliðaár eru ár sem renna frá Elliðavatni skammt frá Reykjavík, um Elliðaárdal og út í Faxaflóa. Árnar kvíslast og því heita þær Elliðaár en ekki Elliðaá. Elliðaárnar eru lindár sem koma úr lindum við Elliðavatn, í Heiðmörk og á Mosfellsheiði. Meðalrennsli ánna er um 5 m3/s. Árnar og vatnið eru kenndar við skip Ketilbjörns gamla landnámsmanns sem getið er í ...

Lesa meira »