Heim / Laxveiði (page 4)

Laxveiði

Hvítá – Brúnastaðir

Hvítá í Árnessýslu er jökulá sem á upptök sín í Hvítárvatni, skammt fyrir ofan Bláfell, undir Langjökli. Hvítá er þriðja lengsta á landsins, ef lengd Ölfusár er lögð við hana samtals 185 km. Meðalrennsli Hvítár við Gullfoss, einn frægasta foss landsins, er 100 m³/s. en í flóðum getur vatnsmagnið allt að tuttugufaldast. Við Öndverðarnes rennur áin saman við Sogið og ...

Lesa meira »

Sogið – Bíldsfell

Bíldsfellssvæðið er á vestari bakka Sogsins og nær frá Ljósafossvirkjun niður undir Torfastaði. Ef ekið er frá Reykjavík er beygt til vinstri upp Biskubstungnabraut, áður en komið er að brúnni yfir Sogið hjá Þrastarlundi er beygt til vinstri upp Grafningsveg. Keyrt er áfram að afleggjaranum að Bíldsfelli ca 4,8 km og er hann á hægri hönd. Sá afleggjari er ekinn ...

Lesa meira »

Hólsá – Vesturbakki

Hólsá – Vesturbakki er þekkt veiðisvæði neðst í vatnakerfi Rangánna, og tekur við frá neðsta svæði Hólsá – Borgarsvæði, sem er gamla neðsta svæði Ytri Rangár. Svæðið er í um 85 km fjarlægð frá Reykjavík, en ekið er niður Þykkvabæjarveg áður en komið er inn á Hellu. Svæðið hefur hingað til verið veitt með 4 stöngum, en með breytingum er ...

Lesa meira »

Hólmsá, við Reykjavík

Gudduós er afrennsli Selvatns, sem er upphaf Hólmsár og Nátthagavatn lítið vatn norðan  Geirlands, afrennsli þess sameinast Hólmsá skammt ofan við Gunnarshólma, sem rennur síðan í Elliðavatn. Talsvert er af fiski í ánni aðalega urriði 1-2 pund en í Nátthagavatni er talsvert af bleikju. Stíflugarður var reistur fyrir ofan Gunnarshólma, en þá hækkaði yfirborð vatnsins, og var þar oft mjög ...

Lesa meira »

Botnsá í Hvalfirði

Áin rennur úr Hvalvatni og fellur til sjávar í Hvalfjarðarbotni. Áin er frægari fyrir þjóðsögur henni tengdri, svo og hæsta fossi landsins, Glym, heldur en fyrir veiðiskapinn. Þjóðsögurnar eru m.a. af illhvelinu Rauðhöfða sem var lokkaður af göldróttu gamalmenni úr sjó, upp ána, upp Glym og loks í Hvalvatn þar sem sá gamli hélt yfir honum særingarþulu, sem kom í ...

Lesa meira »

Glerá í Dölum

Glerá - Veiðistaðavefurinn

Glerá fellur í norðurenda Hvammsfjarðar, skammt austan ósa Laxár í Hvammssveit í um 150 km fjarlægð frá Reykjavík. Upptök sín á hún á fjalllendinu báðum megin Glerárdals, sem hún fellur eftir alllangan veg til sjávar. Ekki er hún fiskgeng nema skamman spöl, upp að sérkennilegum fossi nokkuð ofan þjóðvegarins. Þurrkar geta háð veiði í Glerá verulega, eins og flestum smáánna ...

Lesa meira »

Úlfarsá / Korpa

Úlfarsá er frábær laxveiðiá í fögru umhverfi í landi Reykjavíkur. Úlfarsá fellur úr Hafravatni og liðast 7 km. löng um láglendið milli Úlfarsfells og Keldnaholts. Áin er tveggja stanga og hentar vel fyrir veiði bæði með maðk og flugu. Veiðistaðir eru margir og fjölbreyttir og mikil vinna hefur verið lögð í að undanförnu að bæta þá og fjölga. Lagfæring veiðistaða ...

Lesa meira »

Ölfusá – Laugardælir

Veiðar hér fara fram fyrir landi Laugardæla. Ölfusá er vatnsmesta á landsins en hún verður til þegar Sogið hefur runnið í Hvítá skammt austan við Ingólfsfjall. Ölfusá er um 25 km löng og hefur vatnið að mestu leiti þann lit er einkennir Hvítá og önnur jökulvötn þó, munar mikið um tært lindarvatni úr Soginu, en þess gætir meðfram vestari og ...

Lesa meira »

Ölfusá – Árbær

Veiðar hér fara fram fyrir landi Árbæjar sem er tveggja stanga svæði þar sem ár hvert veiðast nokkrir tugir laxa. Ölfusá er vatnsmesta á landsins en hún verður til þegar Sogið hefur runnið í Hvítá skammt austan við Ingólfsfjall. Ölfusá er um 25 km löng og hefur vatnið að mestu leiti þann lit er einkennir Hvítá og önnur jökulvötn þó, ...

Lesa meira »

Ölfusá svæði 1 & 2

Ölfusá er vatnsmesta á landsins en hún verður til þegar Sogið hefur runnið í Hvítá skammt austan við Ingólfsfjall. Ölfusá er um 25 km löng og hefur vatnið að mestu leiti þann lit er einkennir Hvítá og önnur jökulvötn þó, munar mikið um tært lindarvatni úr Soginu, en þess gætir meðfram vestari og nyrðri bakka árinnar alveg að bæjarmörkum Selfossbæjar. ...

Lesa meira »

Leirá í Leirársveit

Leirá er í Leirársveit er lítil og viðkvæm tveggja stanga laxveiði- og sjóbirtingsá í ægifögru umhverfi. Hún er einungis í um 40 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík. Skammt frá Laxá í Leirársveit sem er mun þekktari en Leirá, og nýtur góðs af nærveru hennar. Áin er frekar nett veiðiá og er mikilvægt að fara varlega um bakka hennar til að ná ...

Lesa meira »

Langá á Mýrum – Full

Langá á Mýrum er lindá, sem rennur úr Langavatni í Langavatnsdal. Skammt fyrir neðan brúna á þjóðveginum er í ánni Sjávarfoss, þangað sem gætir sjávarfalla og nokkru ofar fossinn Skuggi. Í minni Grenjadals er mikill laxastigi við Sveðjufoss og annar hjá fossinum Skugga og nokkru neðar við brúna er Langárfoss, þekktur laxveiðistaður. Urriðaá fellur í Langá á leirum við ósinn ...

Lesa meira »

Hólsá – Borgarsvæði

Hólsá – Borgarsvæði er þekkt veiðisvæði neðst í vatnakerfi Rangánna, og tekur við frá neðsta svæði Ytri Rangá og nær niður á veiðisvæði Hólsá – Vesturbakki. Svæðið er í um 85 km fjarlægð frá Reykjavík, en ekið er niður Þykkvabæjarveg áður en komið er inn á Hellu. Svæðið hefur hingað til verið veitt með 4 stöngum, en með breytingum er ...

Lesa meira »

Grjótá og Tálmi

Grjótá og Tálmi eru á Mýrum og renna í Hítará að austanverðu rétt fyrir ofan þjóðveginn í um 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Veiðisvæði Tálma nær niður að ármótum Melsár og svæðið í Grjótá er öll áin að efstu tveimur veiðistöðunum undanskyldum. Grjóta og Tálmi er skemmtilegt svæði sem gefur oft mjög góða veiði og hafa undanfarin ár hafa verið ...

Lesa meira »

Skjálfandafljót – laxasvæði

Skjálfandafljót - Veiðistaðavefurinn

Skjálfandafljót er jökulfljót sem á upptök sín í Vonarskarði sem er á milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls og fellur til sjávar í Skjálfanda. Fljótið er í um 450 km fjarlægð frá Reykjavík, í um 27km fjarlægð frá Húsavík, og er um 180 kílómetra langt og er það því fjórða lengsta vatnsfall á Íslandi. Vatnið í fljótinu er ekki eingöngu jökulvatn. Ýmsar ...

Lesa meira »

Hróarslækur

Hróarslækur - Veiðistaðavefurinn

Hróarslækur er lindá á upptök sín við rætur Heklu og er 25 km löng lækur sem vel mætti kalla á þar sem hann er þónokkuð vatnsmikill. Hann er rétt austan við Hellu í um klukkustundar aksturfjarlægð frá Reykjavík. Hróarslækur er fiskgengur um 7 km vegalengd, fellur í Ytri Rangá rétt neðan Ægisíðufoss og er með um 22 merkta veiðistaði. Þar ...

Lesa meira »

Efri Haukadalsá

Efri Haukadalsá - Veiðistaðavefurinn

Efri Haukadalsá fellur um Haukadal í Dölum í um 140 km fjarlægð frá Reykjavík. Áin er helst þekkt sem góð sjóbleikjuá með nokkurri laxavon, en hún er í kaldara lagi sökum hversu vatnasviðið er hálent, og er talið það séu orsökin á því hversu erfitt laxinn á uppdráttar þarna. Efri Haukadalsá fellur í Haukadalsvatn frá efstu upptökum sínum við Jörfamúla, ...

Lesa meira »

Móra á Barðaströnd

Móra - Veiðistaðavefurinn

Móra er lax-og silungsveiðiá sem fellur um Mórudal á Barðaströnd á sunnaverðum Vestfjörðum í um 350 km fjarlægð frá Reykjavík. Móra er ekki langt frá Brjánslæk, og Vatnsfirði. Einungis eru um 40 km frá Patreksfirði að Móru. Upptök Móru, sem er dragá, eru í Hosuhlíðarvatni, og rennur hún eins og fyrr sagði um Mórudal og fellur í Hagavaðal til sjávar. ...

Lesa meira »

Tjarnará á Vatnsnesi

Tjarnará á Vatnsnesi - Veiðistaðavefurinn

Tjarnará er utarlega á vestanverðu Vatnsnesi í um 222 km fjarlægð frá Reykjavík, en Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Áin fellur um 15 km vegalegd um Þorgrímsstaðardal frá upptökum sínum í Vatnsnesfjalli. Tjarnará heitir í raun Tunguá þegar hún fellum um Þorgrímsstaðardal, en breytir svo um nafn og fellur til sjávar sem Tjarnará. Þessi viðkvæma dragá getur ...

Lesa meira »

Vatnsdalsá

Vatnsdalsá rennur um Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu í um 220 km fjarlægð frá Reykjavík. Hún er dragá, 74 km löng frá upptökum, sem gerir hana að 16. lengstu á landsins. Upptökin eru upp á Haukagilsheiði, og Grímstunguheiði þar sem hún safnar í sig vatni, og rennur svo niður í Vatnsdal, sem er rómaður fyrir mikla náttúrufegurð. Fjölmargir lækir og ár renna ...

Lesa meira »