Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi / Brunná í Öxarfirði
  • Brunná í Öxarfirði

    Sjóbleikjuá í sérflokki

Brunná í Öxarfirði

Brunná - Veiðistaðavefurinn

Brunná í Öxarfirði er um 550 km fjarlægð frá Reykjavík. Áin er sameinað vatnsfall þriggja áa, Gilsbakkaá, Tunguá og Smjörhólsá. Af þessum þremur má flokka Gilsbakkaá sem aðalánna, hún er dragá á upptök sín frá Laufskálafjallgarði. Upptök Tunguár, og Smjörhólsár er sunnan með Tungufjalli og flokka sem lindár að mestu leiti, en þessar 2 ár sameinast og mynda Smjörhólsárfossa, en þessir fossar eru ekki fiskgengir.
Brunná sameinast svo Sandá, sem er ein af kvíslum Jókulsár á Fjöllum, en heitir samt Brunná allt niður að ósi við Öxarnúp.

Brunná er þriggja stanga á, sem rennur um umhverfi sem rómað er fyrir mikla náttúrufegurð, og er þekktust fyrir góða sjóbleikjuveiði, en bleikjurnar í Brunná geta orðið stórar og vænar, en 4-6 punda bleikjur eru ekki óalgengar. Einnig eru stórir urriðar í ánni, og þegar að líða fer á sumarið geta veiðimenn átt von á sjóbirtingi.

Veiðisvæðið sjálft er um 10 km langt, með um 45 merkta veiðistaði, og er skipt í 2 svæði, neðra, og efra svæði.
Neðra svæðið nær frá Smjörhólsárfossi, og alveg niður að sjó.
Efsti veiðistaður neðra svæðis er Smjörhólsárfoss, en til að komast þangað er ekinn vegurinn upp á Öxarfjarðarheiði, og tekinn afleggjarinn að Leifsstöðum og ekið heim að bænum, þaðan sem gengið er að fossinum. Á þeirri leið er komið að Lækjardalshylnum sem er rétt ofan við rafstöðvarhúsið. Þann hyl er best að veiða vestanmeginn og þarf þá að vaða yfir ána neðst á brotinu. Fara þarf varlega þar sem þarna er býsna stríður straumur og grýtt.

Til að komast á miðsvæðið sem mörgum þykir eitt skemmtilegasta svæði árinnar er ekið sömu leið og að efsta svæðinu, í átt að Leifsstöðum og rétt eftir að ekið er yfir rimlahlið er beygt til hægri og farið í gegnum hlið og fylgt slóða að ánni. Passa þarf að fara ekki beinustu leið niður að ánni heldur skal taka beygju til hægri þegar komið er fram á brúnina þar sem sést yfir ána. Sá slóði fylgir brúninni allt að ármótum Skeggjastaðarár og Brunnár.

Efra svæðið nær frá Smjörhólsárfossi og upp að gamla bænum í Gilshaga, og er keyrt upp veginn við Hafrafellstungu til að komast þangað.
Rétt vestan við Gilsbakkaánna er hægt að notast við vegslóða norður með ánni til að komast á neðstu svæðin á efra svæðinu.
Til að fara að efstu veiðistöðunum er best að keyra heim að Gilsbakka og ganga þaðan niður að ánni.

Efra svæði Brunnár er nokkuð tær og vantslítil, á meðan neðra svæðið er töluvert vatnsmikið. Þessi 2 svæði eru nokkuð mikið ólík hvoru öðru.

Veiðitímabilið í Brunná nær frá 1. apríl og nær til 10. október ár hvert.
Veitt er á 3 stangir, og einungis fluga er leyfð út tímabilið, auk þess sem öllum afla skal sleppt aftur.
Meðalveiði í Brunná er um 250 fiskar á ári.
Notarlegt veiðihús fylgir seldum veiðileyfum, en þar geta allt að 8 manns sofið, en í því eru 2 svefnherbergi með tvöföldu rúmi, auk þess sem rúmgott svefnloft er í húsinu. Þar fyrir utan er flest til að láta sér líða vel, öll eldhúsáhöld, grill, sjónvarp, o.fl.

Brunná – vinsælar flugur:

x

Check Also

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 ...