Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Suðurlandi / Brúará – Spóastaðir
  • Brúará fyrir landi Spóastaða

    Skemmtileg silungsveiði á suðurlandi

Brúará – Spóastaðir

Brúará - Veiðistaðavefurinn

Brúará er á suðurlandi í 85 km fjarlægð frá Reykjavík. Hún er önnur stærsta lindá landsins og er um 38 km löng og sameinast Hvítá fyrir neðan Iðu.

Keyrt er yfir brúna við Brúará og tekinn afleggjarinn til hægri í átt að Skálholti. Spóastaðir er næsti bær vestan við Skálholt, er á mörkum Biskupstungnabrautar og Skálholtsvegar.

Veitt er frá nokkrum stöðum við Brúará, s.s. Spóastöðum, Sel, Efri og Syðri Reykjum, Böðmóðsstöðum.

Veiðisvæðið fyrir landi Spóastaða er um 4.6 km kafli á austurbakka Brúarár, og nokkuð gott aðgengi er að flestum veiðistöðum.
Lítill veiðikofi fylgir seldum veiðileyfum, þar sem veiðimenn geta haft afdrep, borðað nesti, og farið á snyrtingu.

Bakkinn gegnt Spóastöðum tilheyrir bænum Seli, og þar er ekki leyfilegt að veiða ef verslað er leyfi hjá Spóastöðum.

Helst veiðist bleikja hér, en þó er hér einnig urriði, sjóbirtingur, og lax.
Margir hafa gert ævintýralega góða veiði í Brúará, en mest veiða meinn á litlar púpur andstreymis.

Upplýsingar um veiðisvæðið og veiðileyfi er hægt að fá hjá umsjónarmanni veiðisvæðisins, Áslaugu Jóhannesdóttur, en hún er í síma 486 8863.

Brúará – vinsælar flugur:

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...