Heim / Laxveiði / Laxveiði á Suðurlandi / Álftavatn – Sogið

Álftavatn – Sogið

alftavatnSog_summary

Álftavatn er í Soginu, en Sogið er 19 kílómetra löng lindá sem fellur úr Þingvallavatni. Það er vatnsmesta lindá landsins með meðalrennsli upp á 110 m³/s. Mikil lax- og silungagengd er í ánni, en hún minnkaði þó til muna þegar Ljósafossstöð, fyrsta af þremur virkjunum árinnar, var byggð. Hinar virkjanirnar eru Steingrímsstöð og Írafossstöð. Sogið mætir Hvítá og myndar Ölfusá við Öndverðarnes.

Í Soginu eru tvö stöðuvötn, Álftavatn sem er grunnt og Úlfljótsvatn sem er fyrir neðan Dráttarhlíð sem skilur það frá Þingvallavatni. Álftavatn er eina almennilega vaðið á ánni þangað til hún var brúuð við Alviðru árið 1905, og er í um 70 km fjarlægð frá Reykjavík.

Vatnið er um 2,2 km² að stærð en engin marktæk dýptarmæling hefur verið gerð, en þó er talið að vatnið sé um 2 m að dýpt þar sem það er dýpst.

Helst veiðist bleikja í Álftavatni, og getur hún orðið vel væn eins og annarstaðar í Soginu. Einnig veiðist stöku sjóbirtingur, en ekki fara miklar sögur af laxveiði í vatninu þó hann gangi þarna í gegn. Helsta vonin til að ná í lax væri efst í Álftavatni þar sem Ásgarðslandið endar.

Ekki er vitað til að seld séu veiðileyfi sérstaklega í Álftavatn.

Álftavatn – veðrið á svæðinu

x

Check Also

Villingavatn

Villingavatn

Villingavatn er lítið 0.18 km2 vatn við enda Þingvallavatns til suðurs við hlið Ölvusvatnsá og Ölvusvatnsós. Vatnið er grunnt 800m langt og 300 m að ...